A.O. Scott, virtur kvikmyndagagnrýnandi fyrir New York Times, sagði myndina beinlínis móðgandi við áhorfendur og sagði augljóst vanhæfi aðstandenda myndarinnar skína í gegn, og vísaði þar í alla umgjörð myndarinnar og handritið.
„Myndin er forheimskandi,“ bætti hann við.
Scott er ekki eini gagnrýnandinn sem hefur úthúðað myndinni, sem Drew Barrymore leikur í ásamt Sandler.
Í gagnrýni the Telegraph kallar Anna Smith myndina tilgerðarlega og ótrúverðuga.