Sport

Krakow dregur aftur umsókn um Vetrarólympíuleikana 2022

Vísir/Getty
Borgarstjóri pólsku borgarinnar Krakow ætlar að draga aftur umsókn borgarinnar að halda Vetrarólympíuleikana árið 2022 eftir að skoðunarkönnun leiddi í ljós óánægju íbúanna.

Krakow sem sótti um að halda leikana með nágrannaríkinu Slóvakíu kepptist við Beijing, Oslo, Lviv og Almaty í Kazakhstan um leikana. Áður höfðu Stokkhólm og Munchen dregið umsókn sína til baka.

Skoðunarkönnun var gerð í Krakow þar sem 70% af þátttakendum var á móti því að borgin myndi halda leikana og í ljósi þess mun borgarstjórinn, Jacek Majchrowski draga aftur umsóknina.

Talið er að Vetrarólympíuleikarnir sem fóru fram í Sochi hafi kostað 51 milljarða Bandaríkjardala og voru leikarnir afar umdeildir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×