Enski boltinn

Sagna gerir lítið úr sögusögnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bacary Sagna í baráttunni við Matthew Fryatt í bikarúrslitaleik Arsenal og Hull.
Bacary Sagna í baráttunni við Matthew Fryatt í bikarúrslitaleik Arsenal og Hull. Vísir/Getty
Bacary Sagna, bakvörður Arsenal og franska landsliðsins, gerði lítið úr sögusögnum að hann sé búinn að skrifa undir samning hjá Manchester City.

Sagna verður samningslaus í sumar og er talið að hann hafi hafnað tilboði Arsenal. Undanfarið hafa heyrst háværir orðrómar að hann hafi skrifað undir hjá Manchester City en Sagna gerði lítið úr því í frönskum fjölmiðlum.

„Það er ekki rétt að ég hafi skrifað undir hjá Manchester City, ég mun leysa úr mínum málum fyrir Heimsmeistaramótið en ég hef ekki skrifað undir neitt.“

Rúmlega tvær vikur eru þar til flautað verður til leiks á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Sagna hefur því stuttan tíma ætli hann sér að skrifa undir hjá nýju félagi fyrir fyrsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×