Sport

Indriði: Vildi tryggja að hann gæti andað

Indriði Sigurðsson vann mikla hetjudáð þegar hann kom meðvitundarlausum leikmanni til bjargar í miðjum leik í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Indriði er fyrirliði Viking sem mætti Bodö/Glimt um helgina en Papa Ndiaye missti meðvitund og virtist hafa átt erfitt með andardrátt eftir að hafa lent í samstuði. Talið er að hann hafi gleypt tunguna sína.

Indriði var í viðtali við Valtý Björn Valtýsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og lýsti þar atvikinu og hans aðkomu.

„Það fyrsta sem ég hugsaði var að snúa honum við og tryggja að hann gæti andað. Mér fannst hann ekki gera það,“ sagði Indriði sem opnaði fyrir öndunarveginn með því að losa um kjálka hans.

Viðtalið við Indriða má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×