Sjáið fyrstu tónleika Rolling Stones eftir andlát L'Wren Scott Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2014 16:00 Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári. Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones spilaði í Telenor Arena nálægt Ósló í Noregi í gærkvöldi og voru það fyrstu tónleikar sveitarinnar síðan fatahönnuðurinn L'Wren Scott, kærasta söngvarans Mick Jagger, framdi sjálfsmorð. Sveitin eyddi viku í Ósló að æfa fyrir tónleikana en Mick minntist ekki einu orði á kærustu sína heitna á tónleikunum. Aðdáendur fengu að kjósa um eitt lag sem þeir vildu heyra á tónleikunum og það endaði með því að sveitin tók lagið Let's Spend the Night Together í fyrsta sinn síðan árið 2007. Rolling Stones hafði einmitt ekki spilað í Noregi síðan árið 2007 en gestir á tónleikunum í Telenor Arena voru alls 23 þúsund talsins. L'Wren fannst látin í íbúð sinni í New York um miðjan mars en þau Mick höfðu verið par síðan árið 2001. Í kjölfarið frestaði Rolling Stones sjö tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi á tónleikaferðalagi sínu. Sveitin heldur tónleikana sem hún frestaði í október og nóvember á þessu ári.
Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira