Innlent

Persónuvernd segir gagnaleka Vodafone lögbrot

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lekinn sæmræmist ekki lögum.
Lekinn sæmræmist ekki lögum.
Persónuvernd hefur úrskurðað í sjö málum um gagnalekann hjá Vodafone. Niðurstaðan mun vera sú að varðveisla Fjarskipta hf., eða Vodafone, á persónuupplýsingum, þar með talið sms-skeytum, sem sendu voru af vefsíðu fyrirtækisins og birt á netinu í kjölfar innbrots í tölvukerfi þess, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Persónuvernd birti úrskurðina á heimasíðu í dag. Um er að ræða þrjár tegundir af málum, sem alls voru sjö, í fyrsta lagi sms skeyti sem send voru af kvartanda sjálfum, í öðru lagi mál þar sem kvartandi var móttakandi slíkra sms skeyta og í þriðja lagi þar sem upplýsingar um annað en sms skeyti voru meðal þeirra gagna sem láku frá Vodafone, það er að segja upplýsingar um lykilorð, netföng, kennitölur og fleira.

Persónuvernd telur varðveislu þessara gagna ekki samrýmast lögum um Persónuvernd en Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir stofnunina ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort öryggi hafi verið ábótavant hjá Vodafone, það sé á höndum Póst- og fjarskiptastofnunar að hafa eftirlit með slíku.

Eins og kunnugt er hakkaði tyrkneskur tölvuþrjótur sig inn á vef Vodafone um mánaðarmótin nóvember desember í fyrra, og náði í mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um notendur fyrirtækisins. Hann birti svo upplýsingarnar á netinu, meðal annars persónuleg SMS á milli fólks og lykilorð af tölvupóstföngum.

Brot á lögum um persónuvernd geta varðar fésektum eða fangelsi allt að þremur árum. Sé brot framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðilanum að greiða fésekt samkvæmt hegningarlögum.

Þórður segir Persónuvernd ekki sjá um að framfylgja refsingum við brotum á lögunum, slíkt sé í höndum lögreglu og dómstóla og því geta þolendur lekans þurft að höfða skaðabótamál á hendur Vodafone til að sækja skaðabætur. Greint hefur verið frá því að margir þeir sem urðu fyrir barðinu á lekanum hafi þegar leitað lögmanns og hyggjast sækja rétt sinn fyrir dómstólum.


Tengdar fréttir

Reyndi að brjótast inn í tölvukerfi fleiri fyrirtækja

Tölvuþrjóturinn sem braust inn hjá Vodafone aðfaranótt laugardags reyndi fyrst að brjótast inn hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Getum aldrei verið fullkomlega örugg segir sérfræðingur. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að verða meira meðvituð um hættuna af netárásum.

Netöryggissveitin til Ríkislögreglustjóra

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra um að netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar verði flutt til almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Leki sem snertir tugþúsundir einstaklinga

Gengi hlutabréfa Vodafone hríðféll í Kauphöllinni í dag og hafa fjölmargir viðskiptavinir sagt skilið við fyrirtækið. Eitt af fórnarlömbum lekans mikla um helgina ítrekar að prívat gögn séu prívat, þó að þeim sé stolið. Innanríkisráðherra fordæmir tölvuárásina.

Vodafone veitti upplýsingar um fimm ára gömul símtöl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl vegna rannsóknar á kynferðisbrotamáli gegn lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu. Vodafone er aðeins heimilt að geyma upplýsingarnar í sex mánuði.

„Fyrstu dagana fór ég ekki út úr húsi"

Maður sem fór illa út úr gagnastuldi frá Vodafone upplifði meðal annars vinslit og svefnleysi. Miklu magni persónulegra skilaboða frá honum var lekið á netið og maðurinn, sem tekur þátt í hópmálsókn á hendur fyrirtækinu, vill fá viðurkennt að brotið hafi verið á honum.

Hlutabréf Vodafone á uppleið

Verð á hlutabréfum í Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir mikla lækkun í kjölfar tölvuárásarinnar í lok nóvembermánaðar.

Talinn fíkniefnasali eftir Vodafone-leka

Spilum ruglað saman við fíkniefni. Eyjólfur Þorleifsson, spilasmiður með meiru, er talinn dópsali eftir Vodafone-lekann og frjálslega túlkun netverja á sms-skilaboðum hans.

Segir Vodafone ekki vilja afhenda gögn

Skúli Sveinsson hjá Málsóknarfélaginu segir að erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá Vodafone. Fyrirtækið vilji bara afhenda gögn til núverandi viðskiptamanna.

Undirbúa hópmálssókn á hendur Vodafone

Málsóknarfélag vegna leka af vef Vodafone þann 30. nóvember 2013 birtir í dag auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kemur fram tilkynning um undirbúning á hópmálssókn á hendur Vodafone vegna upplýsingaleka af vef félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×