Hlutabréf Vodafone á uppleið Haraldur Guðmundsson skrifar 12. desember 2013 07:30 Verð á hlutabréfum í Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir mikla lækkun í kjölfar tölvuárásarinnar í lok nóvembermánaðar. Gengi hlutabréfa Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir lækkun um tólf prósent í byrjun desember í kjölfar tölvuárásarinnar á heimasíðu félagsins. Frá árás hefur gengið einungis einu sinni lækkað milli daga. „Gengið hefur verið að taka við sér og það skipti miklu máli þegar það komu fréttir frá félaginu um að innan við eitt prósent viðskiptavina hefði hætt viðskiptum við það. Þá skipti miklu máli að í þeim hópi voru engin fyrirtæki og menn róuðust mikið við það, segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. „Það sem menn horfa á núna er að sum þessara fyrirtækja geta ekkert hreyft sig fyrr en samningi þeirra lýkur eða þau geta sagt honum upp,“ segir Kristján. Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 8,7 prósent í nóvember þegar félagið tilkynnti um 415 milljóna króna hagnað á þriðja fjórðungi þessa árs. Mánuði áður hafði gengi bréfanna lækkað um átján prósent samanborið við desember 2012 þegar félagið var skráð í Kauphöll Íslands. „Það hefur verið mikil hreyfing á hlutabréfaverði Vodafone enda hafa árshlutauppgjörin verið misgóð en viðbrögðin við þeim, og þá sérstaklega fyrsta ársfjórðungi 2013, hafa verið ansi sterk. Lækkunin í byrjun þessa mánaðar var þó einungis tengd fréttum af árásinni og viðbrögðum stjórnenda og þeirri óvissu sem kom upp,“ segir Kristján og vísar meðal annars í tilkynningu Vodafone um að óviðkomandi aðilar hefðu ekki komist í trúnaðarupplýsingar viðskiptavina. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, gagnrýnir fyrstu viðbrögð Vodafone. „Viðbrögð þeirra voru sein og slæm. Félagið átti að taka á þessu af meiri hörku á laugardeginum þegar þetta gerðist og það er eins og þeir hafi ekki átt áfallaáætlun. Ég geri ráð fyrir að þeir eigi hana en ég veit ekki hvort þeir hafa farið eftir henni,“ segir Jón. Um þrjú hundruð manns hættu viðskiptum við Vodafone á fyrstu fjórum dögunum eftir árásina. „Það er alltaf talsverð hreyfing á þessum markaði en heilt yfir eru fleiri á leiðinni til okkar en frá okkur. Á sama tíma höfum við reynt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem við teljum skipta máli fyrir markaðinn,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir lækkun um tólf prósent í byrjun desember í kjölfar tölvuárásarinnar á heimasíðu félagsins. Frá árás hefur gengið einungis einu sinni lækkað milli daga. „Gengið hefur verið að taka við sér og það skipti miklu máli þegar það komu fréttir frá félaginu um að innan við eitt prósent viðskiptavina hefði hætt viðskiptum við það. Þá skipti miklu máli að í þeim hópi voru engin fyrirtæki og menn róuðust mikið við það, segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. „Það sem menn horfa á núna er að sum þessara fyrirtækja geta ekkert hreyft sig fyrr en samningi þeirra lýkur eða þau geta sagt honum upp,“ segir Kristján. Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 8,7 prósent í nóvember þegar félagið tilkynnti um 415 milljóna króna hagnað á þriðja fjórðungi þessa árs. Mánuði áður hafði gengi bréfanna lækkað um átján prósent samanborið við desember 2012 þegar félagið var skráð í Kauphöll Íslands. „Það hefur verið mikil hreyfing á hlutabréfaverði Vodafone enda hafa árshlutauppgjörin verið misgóð en viðbrögðin við þeim, og þá sérstaklega fyrsta ársfjórðungi 2013, hafa verið ansi sterk. Lækkunin í byrjun þessa mánaðar var þó einungis tengd fréttum af árásinni og viðbrögðum stjórnenda og þeirri óvissu sem kom upp,“ segir Kristján og vísar meðal annars í tilkynningu Vodafone um að óviðkomandi aðilar hefðu ekki komist í trúnaðarupplýsingar viðskiptavina. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, gagnrýnir fyrstu viðbrögð Vodafone. „Viðbrögð þeirra voru sein og slæm. Félagið átti að taka á þessu af meiri hörku á laugardeginum þegar þetta gerðist og það er eins og þeir hafi ekki átt áfallaáætlun. Ég geri ráð fyrir að þeir eigi hana en ég veit ekki hvort þeir hafa farið eftir henni,“ segir Jón. Um þrjú hundruð manns hættu viðskiptum við Vodafone á fyrstu fjórum dögunum eftir árásina. „Það er alltaf talsverð hreyfing á þessum markaði en heilt yfir eru fleiri á leiðinni til okkar en frá okkur. Á sama tíma höfum við reynt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem við teljum skipta máli fyrir markaðinn,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira