Enski boltinn

Nasri: Tap Liverpool gegn Chelsea réð úrslitum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nasri fagnar marki sínu í dag
Nasri fagnar marki sínu í dag vísir/getty
„Þetta er ótrúleg tilfinning. Annar titilinn minn á þremur árum. Þetta var ótrúleg deild allt tímabilið,“ sagði Samir Nasri sem skoraði fyrra mark Manchester City í dag þegar liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn.

„Það er ekki hægt að útskýrt tilfinninguna, ég get það kannski seinna í kvöld. Ég er ánægður fyrir hönd þjálfarans, þetta er hans fyrsti titill á Englandi.

„Hann var rólegur allt tímabilið og hafði þolinmæði til láta okkur spila góðan fótbolta. Það var ánægjulegt að vinna með honum.

„Liverpool leikurinn á móti Chelsea, hann réð úrslitum á mótinu,“ sagði Nasri að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×