Enski boltinn

Roy Hodgson: Mögulega mjög slæm ákvörðun að skilja Cole eftir heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole bar fyriliðabandið í lokaleik Chelsea á tímabilinu.
Ashley Cole bar fyriliðabandið í lokaleik Chelsea á tímabilinu. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, viðurkenndi í viðtölum við enska fjölmiðla í gær að það væri áhætta að velja Luke Shaw frekar en hinn reynslumikla Ashley Cole í HM-hópinn sinn.

Ashley Cole er 33 ára gamall og tilkynnti að hann væri hættur að spila með enska landsliðinu eftir að hann frétti af því að hann færi ekki með enska landsliðinu til Brasilíu.

Luke Shaw er aðeins 18 ára gamall og var nánast óþekktur í byrjun tímabilsins. Hann stóð sig frábærlega með Southampton á leiktíðinni og er nú orðaður við Manchester United.

„Kringumstæður gætu vissulega gert þetta að mjög góðri ákvörðun eða að mjög slæmri ákvörðun," sagði Roy Hodgson um valið á Shaw en Leighton Baines, leikmaður Everton, er væntanlega fyrsti kostur í stöðu vinstri bakvarðar á HM í Brasilíu í sumar.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×