Enski boltinn

Rodgers: Gerrard þarf að velja á milli Liverpool og landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af því að fyrirliðinn hans Steven Gerrard þoli kannski ekki álagið að spila bæði með Liverpool og enska landsliðinu á næstu leiktíð.

Steven Gerrard verður 34 ára gamall á næsta tímabili en Liverpool mun spila miklu fleiri leiki eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.

„Ég tel að hann þurfti að meta stöðuna eftir HM í Brasilíu," sagði Brendan Rodgers við blaðamann Daily Mirror eftir 4-0 sigur Liverpool í æfingaleik á móti Shamrock Rovers í Dublin.

„Hann er búinn að vera stórkostlegur fyrirliði í mínu liði, mikill leiðtogi og frábær maður. Hann kemur inn í Meistaradeildina á næsta tímabili sem einn af bestu leikmönnunum," sagði Brendan Rodgers.

„Hann er í frábæru formi og mætir á æfingar á hverjum degi, borðar rétt og heldur réttri þyngd. Það verður hinsvegar mikið meira álag á næsta tímabili. Ég get sagt honum mína skoðun en þetta verður alltaf hans ákvörðun. Mitt mat er að hann þurfi að velja á milli," Brendan Rodgers.

„Gerrard elskar það að spila fyrir England. Hann mun einbeita sér að enska landsliðinu í sumar og svo sjáum við til hvað gerist eftir það," sagði Rodgers.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×