Enski boltinn

Robbie Fowler: Van Gaal er of gamall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Fowler og Louis van Gaal,
Robbie Fowler og Louis van Gaal, Vísir/Getty
Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, efast um þá ákvörðun Manchester United að ráða hinn 62 ára gamla Louis van Gaal sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

„Ég veit ekki hvort Louis van Gaal sé rétti maðurinn fyrir United. Hans tími er liðinn. Þetta hljómar kannski asnalega en hann er bara of gamall," sagði Robbie Fowler við Talksport.

BBC vakti athygli á þessum ummælum Robbie Fowler en benti honum jafnframt á það að Sir Alex Ferguson vann Meistaradeildina, fimm Englandsmeistaratitla, þrjá deildarmeistaratitla, enska bikarinn og Heimsmeistarakeppni félagsliða eftir að hann hélt upp á 62 ára afmælið.

Louis van Gaal hefur verið í þjálfun síðan 1986, fyrst sem aðstoðarþjálfari en svo hefur hann þjálfað lið eins og Ajax, Barcelona og Bayern Münhcen.

Van Gaal er nú að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í fótbolta í Brasilíu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×