Enski boltinn

Nýr samningur væntanlegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enskir fjölmiðlar staðhæfa að Arsene Wenger muni skrifa undir nýjan samning við Arsenal á næstu dögum.

Þetta kom fram á vef Sky Sports í gær. Núverandi samningur Wenger rennur út í sumar en hann hefur verið hjá liðinu síðan 1996 og gerði það að enskum bikarmeistara um helgina.

„Þetta verður gert áður en ég fer til Brasilíu,“ sagði Wenger sem mun starfa sem sérfræðingur fyrir franska sjónvarpsstöð á HM í Brasilíu í sumar.

Titillinn sem Arsenal vann um helgina var sá fyrsti í níu ár hjá félaginu. Arsenal varð fyrsta liðið til að vinna úrslitaleik keppninnar eftir að hafa lent 2-0 undir síðan Everton vann Sheffield United árið 1966.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×