Fótbolti

Suarez og Ronaldo deila gullskónum | Alfreð sjöundi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Luis Suarez og Cristiano Ronaldo urðu efstir og jafnir í baráttunni um Gullskóinn í Evrópu þetta tímabilið.

Báðir skoruðu 31 deildarmark fyrir lið sín og hlutu fyrir það 62 stig. Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason varð í sjöunda sæti á listanum með 43,5 stig en hann skoraði 29 mörk fyrir Heerenveen í Hollandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Suarez hlýtur gullskóinn en Ronaldo hefur tvívegis áður verið í efsta sæti listans.

Aðeins einu sinni áður hefur það gerst að deila þarf verðlaununum en það gerðist tímabilið 2004-5 er Thierry Henry hjá Arsenal og Diego Forlan, sem lék þá með Villarreal, skoruðu jöfn mörg mörk.

Eini leikmaðurinn á meðal tíu efstu sem ekki er framherji er miðjumaðurinn Yaya Toure hjá Manchester City.

Tvö stig eru gefin fyrir hvert skorað mark í efstu deildum Spánar, Ítalíu, Þýskalands, Englands og Portúgal. 1,5 stig eru gefin fyrir mörk í öðrum löndum, svo sem Hollandi og Austurríki.

Gullskór Evrópu

1. Cristiano Ronaldo (Real Madrid CF) 31 x 2 = 62

- Luis Suárez (Liverpool FC) 31 x 2 = 62

3. Lionel Messi (FC Barcelona) 28 x 2 = 56

4. Diego Costa (Club Atlético Madrid) 27 x 2 = 54

5. Jonatan Soriano (FC Salzburg) 31 x 1,5 = 46,5

6. Ciro Immobile (Torino FC) 22 x 2 = 44

7. Alfred Finnbogason (sc Heerenveen) 29 x 1,5 = 43,5

8. Daniel Sturridge (Liverpool FC) 21 x 2 = 42

9. Robert Lewandowksi (Borussia Dortmund) 20 x 2 = 40

- Jackson Martinez (FC Porto) 20 x 2 = 40

- Luca Toni (Hellas Verona FC) 20 x 2 = 40

- Yaya Touré (Manchester City FC) 20 x 2 = 40




Fleiri fréttir

Sjá meira


×