Fótbolti

Rúrik samdi lag fyrir mömmu sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Knattspyrnumanninum Rúriki Gíslasyni er margt til lista lagt en hann sýndi á sér nýja hlið í tilefni 60 ára afmæli móður sinnar.

Rúrik samdi lag, Í augum mínum, og fékk til liðs við sig þá Sverri Bergmann og Halldór Gunnar Pálsson við flutning lagsins.

Hlusta má á lagið fallega í meðfylgjandi myndbandi en Rúrik, sem er fastamaður í íslenska landsliðinu, leikur með stórliði FCK í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×