Innlent

Segir lög á verkfall Herjólfsmanna algjörlega óásættanleg

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Okkur finnst það bara ömurlegt, ég veit ekki hvað ég á að segja annað,“ segir Jónas Garðarsson, framkvæmdarstjóri Sjómannafélags Íslands, um lög sem samþykkt voru í gær á Alþingi um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til 15. september.

„Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ segir Jónas.

Verið sé að fara fram á sömu kjarabætur fyrir fólkið á Herjólfi og aðrir sjómenn sem starfa hjá Eimskipafélagi Íslands séu með.

Það sé ansi langt gengið að vilja ekki borga þessum hópi starfsfólks eins og öðrum sem vinna á skipum félagsins.

Starfsmenn Herjólfs séu ekki að fara fram á sömu heildarlaun heldur fara þeir fram á samskonar hækkanir og aðrir hafa fengið. Samningur Herjólfsmanna er öðruvísi en hinna og býður ekki upp á jafn há heildarlaun. „Samningurinn býður því upp á lægri heildarlaun en hinir fá, þó svo að gengið yrði að kröfunum,“ segir Jónas.


Tengdar fréttir

Eyjamenn hvattir til að þeyta bílflautur þegar Herjólfur kemur til hafnar

Aðgerðarhópur, sem nefnist Braveheart, hvetur til þess á heimasíðu Eyjafrétta að Eyjamenn fjölmenni niður á bryggju við komu Herjólfs frá Þorlákshöfn í dag og þeyti þar bílflalutur sínar til að mótmæla seinagangi í samningum undirmanna á Herjólfi og útgerðarinnar.

Undirmenn á Herjólfi hringdu sig inn veika í morgun

Siglingasvið Umferðarstofu er að kanna hvort nýir undirmenn hafi verið lögskráðir í áhöfn Herjólfs og hvort þeir hafa tilskilin réttindi, eftir að fregnir bárust af því í morgun að undirmennirnir, sem verið hafa í verkfallsaðgerðum að undanförnu, tilkynntu sig veika fyrir brottför skipsins í morgun.

Lög á Herjólfsdeiluna í dag

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun væntanlega leggja fram frumvarp um lög á kjaradeilu starfsmanna Herjólfs í dag.

Lög á verkfall Herjólfsmanna samþykkt

Frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að fresta verkfallsaðgerðum undirmanna á Herjólfi til fimmtánda september, var samþykkt á Alþingi upp úr miðnætti með 29 atkvæðum gegn 13, en fimm sátu hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×