Innlent

Undirmenn á Herjólfi hringdu sig inn veika í morgun

Vísir/Óskar
Siglingasvið Samgöngustofu er að kanna hvort nýir undirmen , sem skráðir voru í áhöfn  Herjólfs í morgun  hafi tilskilin réttindi, eftir að fregnir bárust af því í morgun að undirmennirnir, sem verið hafa í verkfallsaðgerðum að undanförnu, tilkynntu sig veika fyrir brottför skipsins í morgun.

Þeir eru grunaðir um að  hafa gert það eftir að Alþingi samþykkti frumvarp innanríkisráðherra í gærkvöldi um að fresta verkfallsaðgerðum þeirra til 15. september.

Samkvæmt fyrstu heimildum fréttastofu greip útgerð Herjólfs til þess ráðs að setja starfsmenn sína í landi í stöður þeirra, sem tilkynntu um veikindi. Þrír hásetar áttu að mæta til skips í morgun, en tilkynntu um veikindi, og ekki náðist í hina þrjá, sem eru á frívakt.

Einnig áttu tvær þernur að fara með skipinu, en þær tilkynntu líka um veikindi og ekki náðist í hinar tvær, sem eru á frívakt.

Að sögn Ólafs Hand, upplýsingafulltrúa hjá Eimskip, er búið að hafa samband við trúnaðarlækni fyrirækisins, en heimilt er að láta trúnaðarlækna fyrirtækja kanna veikindi starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×