Innlent

Eyjamenn hvattir til að þeyta bílflautur þegar Herjólfur kemur til hafnar

Aðgerðarhópur, sem nefnist Braveheart, hvetur til þess á heimasíðu Eyjafrétta að Eyjamenn fjölmenni niður á bryggju við komu Herjólfs frá Þorlákshöfn í dag og þeyti þar bílflalutur sínar til að mótmæla seinagangi í samningum undirmanna á Herjólfi og útgerðarinnar.

Berglind Sigmarsdóttir, talsmaður hópsins segir að Eyjamenn séu búnir að fá nóg af því að deilan haldi þeim í gíslingu, eins og hún orðar það.

Miklar annir hafa verið hjá flugféalginu Erni á meðan á verkfallsaðgerðum hefur staðið. Félagið flýgur fjórar til sjö ferðir á dag og bætir við ferðum með litlum fyrirvara ef eftirspurn kallar á það.

Þá hefur farþegabáturinn Víkingur haldið ukppi siglingum til Landeyjahafnar, þegar veðurskilyrði hafa leyft Það, en miklir annmarkar eru á vöruflutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×