Innlent

Ernir flýgur fjögur til sjö flug á dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Ernir
Ferðir véla flugfélagsins Ernis hafa verið fjórar til sjö á dag eftir að verkfall starfsmanna Herjólfs hófst. Mikil aukning hefur verið á eftirspurn flugsæta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér.

„Sá fréttaflutningur og sú umræða sem verið hefur um að samgöngur við Vestmannaeyjar liggi niðri á ekki rétt á sér og vill félagið koma því á framfæri að flugsamgöngur hafa verið mjög góðar og aukin flug sett upp til að mæta því ástandi sem skapast hefur í Eyjum vegna verkfalls Herjólfs,“ segir í tilkynningunni.

„Það má því alls ekki gleyma því að þó svo samgöngur sjóleiðina séu hálf lamaðar þá eru mjög góðar flugsamgöngur til og frá Eyjum.“

Þá ítrekar flugfélagið að áfram verði fylgst vel með þróun verkfallsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×