Innlent

„Ákveðnir þættir sem á eftir að hnýta saman“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson (t.v.) og samviskusamir nemendur í MR í verkfallinu.
Ólafur Hjörtur Sigurjónsson (t.v.) og samviskusamir nemendur í MR í verkfallinu. Vísir/Stefán
„Þetta er kannski ekki alveg að leysast en við sjáum til hvað gerist í dag,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum í samtali við Vísi.

Ólafur á sæti í samninganefnd framhaldsskólakennara sem hefur fundað með fulltrúm ríkisins í húsakynnum Ríkissáttasemjara undanfarnar vikur.

„Það eru ákveðnir þættir sem á eftir að ná saman um,“ segir Ólafur aðspurður um á hverju strandi. Sum mál séu frágengin en svara sé beðið frá menntamálaráðuneytinu í öðrum málum. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær skólahald hefjist að nýju.

Fundur í dag hefst klukkan 10 og verður fundað fram á kvöld líkt og í gær að sögn Ólafs. Aðspurður hvort aðilar við samningaborðið hafi slegið á létta strengi í tilefni 1. apríl í gær og látið hinn aðilann hlaupa skellir Ólafur upp úr.

„Alls ekki. Menn eru mjög kurteisir hver við annan,“ segir Ólafur.

Verkfall framhaldsskólakennara hófst 17. mars og er því komið fram í miðja þriðju viku verkfalls þar sem á þriðja tug þúsunda framhaldsskólanema situr heima.


Tengdar fréttir

Þokast hjá kennurum

Þriðja vika verkfalls framhaldsskólakennara er hafin. Nemendur og kennarar sem eru í verkfalli geta búið sig undir að sitja heima næstu daga.

Sjálfsagt að kennaralaunin séu lág

Formaður Kennarasambands Íslands segir að stjórnmálamenn skorti þor til að takast á við launamál kennara og þyki sjálfsagt að launin séu lág.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×