Enski boltinn

Kraftaverk ef við höldum okkur uppi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jæja, strákar. Þetta er orðið erfitt.
Jæja, strákar. Þetta er orðið erfitt. Vísir/Getty
Sunderland stefnir hraðbyri niður um deild á Englandi en liðið tapaði 5-1 fyrir Tottenham í úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er nú sjö stigum frá öruggu sæti. Það á þó tvo leiki til góða.

„Stundum lýgur taflan ekki. Það kraftaverk til að við höldum okkur uppi. Það er erfitt að taka þessu,“ sagði Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, eftir tapið í gærkvöldi.

Hann tók við liðinu af Paolo Di Canio í október en gengið hefur verið slakt á tímabilinu og það aldrei komist almennilega í gang.

„Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig þeta er fyrir stuðningsmennina. En það er ekkert hægt að fela sig. Ég ber ábyrgð á þessu því ég stýri liðinu og ég tek fulla ábyrgð,“ sagði Gus Poyet.


Tengdar fréttir

Messan: Furðulegur dómur á Upton Park | Myndband

Messumenn ræða tvö atvik sem komu upp í leik Liverpool og West Ham á sunnudaginn þar sem West Ham jafnaði leikinn með umdeildu marki og Liverpool fékk svo umdeilda vítaspyrnu.

Messan: Alltaf gott að skora | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Tottenham í gærkvöldi og skoraði í 5-1 sigri á móti Sunderland. Messumenn fóru yfir markið hjá íslenska landsliðsmanninum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×