„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2014 01:12 Mynd/Hafþór Júlíus Björnsson „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“ Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
„Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. Hafþór Júlíus hafnaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims eftir spennuþrungna lokagrein þar sem Žydrūnas Savickas kepptust við að lyfta nýþungum steinum upp á tunnur. Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw átti besta tímann, 23,94 sekúndur, áður en Hafþór og Savickas voru ræstir út seinastir enda í efstu tveimur sætunum. Hafþór vissi að ekkert nema sigur í greininni dygði til að eiga möguleika á titlinum. Tækist það og tækist Savickas ekki að bæta tíma Shaw yrði Hafþór krýndur sigurvegari í keppninni. „Ég var á undan honum en hann var bara rétt á eftir mér. Ég sá að hann var á rúmlega 23 sekúndum en Brian hafði líka verið á rúmlega 23 sekúndum,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. Hafþór átti langbesta tímann, 19,46 sekúndur og aðeins spurning hvort Savickas hefði náð öðru eða þriðja sætinu. Við tóku erfiðar mínútur á meðan dómararnir báru saman tímana og reiknuðu lokastöðuna.Hafþór Júlíus Björnsson.„Þetta var þvílík dramatík á meðan ég þurfti að bíða eftir að það yrði krýndur sigurvegari,“ segir Hafþór. „Það var svakaleg stemning og mikil spenna.“ Svo fór að Savickas kom í mark á tímanum 23,53 sekúndum sem var 0,42 sekúndum betri tími en tími Shaw. Litháinn hlaut því 64 stig samanlagt en Hafþór Júlíus 63,5 stig. „Þetta er náttúrulega alveg grátlegt því það munaði svo litlu,“ segir Hafþór. Hann bætir við að aldrei hafi munað svo litlu á milli efstu tveggja í þessari sögufrægu keppni. Okkar maður lítur samt á björtu hliðarnar. „Maður er náttúrulega að verða betri og betri. Ég vann fjórar greinar af sex,“ segir Hafþór sem hafði forystu í keppninni fram í fimmtu grein af sex. Hann hafnaði hins vegar í sjöunda sætinu í þeirri grein, hnébeygju, sem varð til þess að Savickas tók forystuna fyrir lokagreinina. „Þetta er kannski mín veikasta grein og ég þarf að bæta mig í henni. Ég ætla að bæta mig í henni. Þetta kemur með tímanum,“ segir Hafþór. Hann minnir á að hann sé rétt að byrja í aflraunakeppnum enda aðeins 25 ára. Til samanburðar verður Savickas, sem vann keppnina í fjórða skipti, 39 ára á árinu. Hann viðurkennir að svekkelsið sé mikið en hann horfi þó fram á veginn. „Auðvitað var ég svekktur fyrsta hálftímann eftir keppni en svo verður maður að halda áfram og mæta sterkari til leiks á næsta ári.“
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37 Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33 Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. 29. mars 2014 13:37
Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas. 29. mars 2014 21:33
Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu. 29. mars 2014 23:58