Sport

Gunnar Nelson vill fá að berjast við öflugan Kanadamann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Gunnar Nelson ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að næsta andstæðingi hans í hringnum ef marka má nýjustu fréttir. Þjálfari hans John Kavanagh var í viðtali í UFC-þætti í Bandaríkjunum þar sem hann sagði að Gunnar vildi berjast næst við hinn öfluga Rory MacDonald.

Rory MacDonald var í öðru sæti á síðasta UFC-lista í flokki Gunnars á meðan íslenski víkingurinn er „aðeins" í fjórtánda sæti. Rory MacDonald er 24 ára Kanadamaður.

Gunnar Nelson vann afar sannfærandi sigur á Omari Akhmedov í síðasta bardaga sínum sem fór fram í London 8. mars síðastliðinn. MacDonald vann Demian Maia í síðasta bardaga sínum sem fór fram 22. febrúar.

Hnémeiðsli Gunnars í bardaganum á móti Omari Akhmedov voru ekki alvarleg og því er hann klár í næsta bardaga.

John Kavanagh var þarna gestur í þætti Ariel Helwani, UFC Tonight. Marc Raimondi, blaðamaður FOX Sports, telur samt ólíklegt að það verði af þessum bardaga núna enda munar tólf sætum á köppunum á styrkleikalistanum.

Það er aftur á móti ljóst að Kavanagh vantar ekki trú á sinn mann enda hefur hann oft talað um að hann sjái Gunnar Nelson fyrir sér fara alla leið á toppinn.


Tengdar fréttir

Gunnar Nelson og MC Hammer

Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld.

Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur

Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu.

Bolur Gunnars sendur víða um heim

Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða.

Pistill: Gunnar Nelson er frábær fyrirmynd

Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum.

Í fínu lagi með hnéð á Gunnari

Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum.

Gunnar á sér ekki óskamótherja

Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×