Sport

Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Arnar spurði Gunnar út í gagnrýni þeirra sem segja að blandaðar bardagaíþróttir séu stórhættuleg íþrótt. „Það er engin vafi á því að hún er harðgerð og ekki fyrir alla. Hún er sem dæmi ekki fyrir börn að stunda nema á sinn hátt og við erum með barnastarf og það er allt öðruvísi," sagði Gunnar Nelson við Arnar.

„Þetta er okkar keppnisgrundvöllur og við þurfum að hafa hann. Hann er ekki hættulegri en margar íþróttir sem eru í kringum okkur. Þetta er okkar leið til að þróa íþróttina. Við göngumst báðir undir þessar reglur þegar við göngum inn í hringinn og við getum hvenær sem er gefist upp og sagt að þetta sé komið nóg," sagði Gunnar.

„Ég lít svo á að við eigum að hafa frelsi til að leyfa þessari íþrótt að þróast," sagði Gunnar sem fór í læknisskoðun í dag vegna hnémeiðsla. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Pistill: Gunnar Nelson er frábær fyrirmynd

Eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov hafa sprottið upp ýmsir sérfræðingar sem hafa kallað MMA íþróttina ofbeldi. Auk þess var Gunnar sagður slæm fyrirmynd og hafa margir lýst vanþóknun sinni á íþróttinni á samfélagsmiðlum.

Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu.

Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur

Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu.

Gunnar Nelson og MC Hammer

Það er glatt á hjalla hjá Íslendingum í London í kvöld eftir frábæran sigur Gunnars Nelson á Omari Akhmedov í UFC í kvöld.

Gunnar á sér ekki óskamótherja

Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London.

Gunnar fékk 5,6 milljóna bónus!

Dana White, forseti UFC, tilkynnti fyrr í kvöld að Gunnar Nelson hefði fengið 50.000 dollara (5,6 milljónir) bónus fyrir frammistöðu kvöldsins. White hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundinum eftir bardagana.

Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson?

Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars?

Gunnar: Þá hefðu ekki allir lifað af

Gunnar Nelson ræðir ýmislegt við erlenda fjölmiðla í London og meðal annars um bílslysið í október þar sem hann og félagar hans sluppu ótrúlega vel. Gunnar og félagar í Mjölni voru þá á leið í óvissuferð er bíll þeirra valt ofan í Þjórsá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.