Sport

Í fínu lagi með hnéð á Gunnari

Gunnar í lok bardagans um síðustu helgi.
Gunnar í lok bardagans um síðustu helgi. vísir/getty

Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum.

Gunnar var töluvert bólginn á vinstra hné eftir að hné kappanna skullu saman í bardaganum. Hann var því sendur í myndatöku er bólgan hafði hjaðnað.

Samkvæmt heimildum MMA-frétta þá var einungis um mar að ræða og því í góðu lagi með hnéð á Gunnari.

Næst á dagskrá hjá Gunnari er hugsanlegur bardagi í Dublin í júlí.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.