Enski boltinn

Flautaði dómarinn of snemma eða of seint? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leikmenn Swansea hópuðust að dómaranum Lee Probert eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum í gærkvöldi en þeim fannst liðið rænt tækifæri á sigurmarki á síðustu sekúndum leiksins.

Gefnar voru upp fjórar mínútur í uppbótartíma en hann var liðinn og 30 sekúndum betur þegar Jonathan De Guzman, leikmaður Swansea, slapp einn í gegn með möguleika á að tryggja gestunum dýramætan sigur.

Probert flautaði þá til leiksloka við litla hrifingu Swansea-manna. Leiktíminn var vissulega liðinn en spurning er hvort Probert hefði ekki mátt flauta af áður en boltanum var spyrnt inn fyrir vörn Arsenal.

Dómnum var augljóslega ekki breytt og skildu liðin því jöfn, 2-2, en dæmi nú hver fyrir sig.


Tengdar fréttir

Sjáðu öll tíu mörk gærkvöldsins

Þrír fjörugir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en samantekt úr þeim öllum má sjá á sjónvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×