Lífið

Íslendingar kenna ensku í Japan

Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarmaður Coori, Dr. Arnar Jensson, stofnandi Coori og Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Japan.
Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarmaður Coori, Dr. Arnar Jensson, stofnandi Coori og Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Japan.
Cooori er ungt sprotafyritæki sem sérhæfir sig í lausnum til að læra tungumál á netinu „Við gáfum út fyrstu útgáfu kerfisins, japönsku fyrir enskumælandi vorið 2012, sem þróunartungumál, en við höfum alla tíð verið með starfsemi í nokkrum löndum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Cooori og bætir við að nú sé kerfið orðið mjög svo frambærilegt. 

„Við unnum til að mynda eina virtustu frumkvöðlakeppni Japan, “JapanNight”. Þessi sigur hefur opnað margar mjög spennandi dyr fyrir okkur í Japan,“ heldur hann áfram.

Nú á dögunum hleypti Cooori af stokkunum nýjustu þjónustu sinni - ensku fyrir Japani og í tilefni útgáfunnar var boðið til ráðstefnu um nýja tækni í tungumálakennslu. 

Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Daiwa securities í miðborg Tókýó.  Yfir 200 manns sóttu viðburðinn frá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnum í Japan. 

Mikill áhugi var á ráðstefnunni, sem var fullbókuð nokkrum dögum fyrir að sögn Þorsteins, en mikil vakning og áhersla er á enskukennslu í Japan bæði vegna alþjóðavæðingar auk þess sem Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tókýó. 

200 gestir sóttu ráðstefnuna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×