Enski boltinn

Sjáðu mörk gærkvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og alltaf er hægt að sjá samantektir úr síðustu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar hér á Vísi en tveir leikir fóru fram í gærkvöldi.

Liverpool er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði Chelsae eftir 2-1 sigur á Sunderland þar sem þeir Steven Gerrard og Daniel Sturridge skoruðu glæsileg mörk fyrir þá rauðu.

Þess verður þó að geta að Manchester City er jafnt Liverpool að stigum en á tvo leiki til góða.

West Ham kom sér svo aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið hafði betur gegn Hull, 2-1, en James Chester varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem reyndist svo sigurmark hamranna.

Þrír leikir fóru svo fram á þriðjudagskvöld en hér má sjá myndband þar sem vikan öll í deildinni er gerð upp.


Tengdar fréttir

Liverpool er stigi á eftir Chelsea

Liverpool komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sunderland á heimavelli sínum.

Langþráður sigur hjá West Ham

West Ham komst upp í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann fínan 2-1 heimasigur á Hull City.

Sjáðu öll tíu mörk gærkvöldsins

Þrír fjörugir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en samantekt úr þeim öllum má sjá á sjónvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×