Enski boltinn

Allardyce kvartar undan stuðningsmönnum West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Allardyce hlustar eftir viðbrögðum áhorfenda í gær.
Allardyce hlustar eftir viðbrögðum áhorfenda í gær. Vísir/Getty
Sam Allardyce hefur aldrei lent í því áður að stuðningsmenn bauli á hans lið eftir sigurleiki.

West Ham vann 2-1 sigur á Hull í gær en síðarnefnda liðið missti mann af velli með rautt spjald í síðari hálfleik. Þrátt fyrir það voru yfirburðir heimamanna ekki miklir í leiknum.

„Ég hef aldrei upplifað það áður að fólk bauli eftir sigur,“ sagði Allardyce eftir leikinn í gær. „Stuðningsmenn hafa áhrif á leikmenn.“

„Leikmenn ræddu meira um baulið í hálfleik en leikinn sjálfan. Ég varð að halda þeim við efnið.“

„Ég byrjaði að spila sextán ára og komst svo í lið tveimur árum síðan. Í dag er ég 59 ára gamall og hef aldrei lent í þessu aður.“

West Ham hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í gær en er nú í ellfta sæti deildarinnar með 34 stig.


Tengdar fréttir

Langþráður sigur hjá West Ham

West Ham komst upp í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann fínan 2-1 heimasigur á Hull City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×