Innlent

Nýtt launatilboð lagt fram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur H. Sigurjónsson.
Ólafur H. Sigurjónsson.
Ný útfærsla á launatilboði til framhaldsskólakennara  barst seinni partinn í gær og hafa deilendur sest við samningaborðið að nýju.

„Þetta er skárra en það sem lagt var fram í fyrradag. Þetta var orðið alveg kolsvart en þetta varð þess valdandi að við byrjuðum að vinna aftur. Þetta var hálfpartinn stopp í gær,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnar framhaldsskólakennara.

Samninganefnd ríkisins lagði fram nýjar tölur í tengslum við launamálin í fyrradag. Tölurnar vöktu ekki mikla lukku meðal kennara sem varð þess valdandi að hlé var gert á viðræðum.

Farið verður yfir tilboð ríkisins á fundi sem hófst klukkan níu í morgun í húsi ríkissáttasemjara.


Tengdar fréttir

Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara

Afar þungt hljóð er í samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar undrast hve lengi tekur að semja og segja ábyrgðina liggja hjá ríkinu. Skoða á tilboð ríkisins ofan í kjölinn á fundi klukkan tíu í dag.

Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag

Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara.

Hafa ekki enn náð samkomulagi

Ekki náðist samkomulag í kjaradeilu framhaldsskólakennara í dag en fundur samningarnefndar lauk nú fyrir stundu.

Langt í land hjá kennurum

Framhaldsskólakennarar og samninganefnd ríkisins funduðu fram á sjöunda tímann í gær án árangurs.

„Tilboðið er móðgun við kennara“

Framhaldsskólakennarar segja nýtt launatilboð ríkisins vera móðgun - það sé verra en tilboð sem lagt var fram áður en verkfall skall á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×