Fótbolti

Berbatov vill vera áfram hjá Monaco

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claudio Ranieri, stjóri AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni, segir að sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov vilji vera áfram í herbúðum félagsins.

Berbatov samdi við Monaco í janúar eftir að hafa fengið sig lausan frá samningi sínum við Fulham í Englandi. Síðan þá hefur hann skorað fjögur mörk í átta leikjum.

„Hann hefur verið að bæta sig jafnt og þétt,“ sagði Ranieri í samtali við L'Equipe. „Hann er góður leikmaður og mikilvægur í okkar liði. Ég held að hann vilji vera áfram og við munum ræða saman.“

Berbatov var á skotskónum í 6-0 sigri Monaco á Lens í frönsku bikarkeppninni í gærkvöldi en liðið mætir Guingamp í undanúrslitum í næsta mánuði.

Honum var ætlað að fylla í skarð sóknarmannsins Falcao sem sleit krossband í hné í janúar.


Tengdar fréttir

Berbatov á leið til Monaco

Fullyrt er að Búlgarinn Dimitar Berbatov sé á leið til franska stórliðsins AS Monaco þar sem honum verði ætlað að fylla í skarð Radamel Falcao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×