Berbatov yfirgaf Fulham óvænt í janúarlugganum en franska liðið var í leit að framherja eftir að Kólumbíski markahrókurinn Radamel Falcao meiddist illa.
Monaco, sem hefur sturtað peningum í liðið undanfarin misseri, ætlar sér stóra hluti í ár og vill vinna bikarinn í fyrsta skipti síðan 1991.
Sá draumur er enn á lífi eftir að Búlgarinn tryggði liðinu sigur, 1-0, á Nice í bikarnum í gær en eina markið skoraði Berbatov í seinni hálfleik.
„Ég gerði mikið af breytingum fyrir leikinn því við spilum þrjá leiki í vikunni,“ sagði Claudio Ranieri, þjálfari Monaco, eftir leikinn en Monaco mætir PSG í stórleik á næstunni.
Ranieri, sem áður þjálfari Chelsae og Juventus, var hæstánægður með framlag Berbatovs í leiknum.
„Hann skoraði gott mark. Ég bað hann um að vera í holunni á milli varnarmanna og miðjumanna Nice og það gerði hann vel,“ sagði Ranieri.
Monaco mætir Lyon eða 2. deildar liðinu Lens í átta liða úrslitum franska bikarsins.
