Enski boltinn

Gulldrengir Man. Utd keyptu utandeildarfélag

Hinir sex fræknu ásamt Sir Alex Ferguson.
Hinir sex fræknu ásamt Sir Alex Ferguson. vísir/getty
Það var talað um það í dag að '92-árgangurinn hjá Man. Utd myndi kaupa félagið með hjálp fjárfesta. Stór hluti þeirra keypti félag í dag en ekki var það Man. Utd.

Ryan Giggs, Gary og Phil Neville, Nicky Butt og Paul Scholes festu í dag kaup á utandeildarliðinu Salford City. Aðeins vantar David Beckham í þennan hóp en hann er að koma á fót félagi í Miami.

"Við viljum nota þekkingu okkar til þess að hlúa að ungum hæfileikamönnum," sagði Ryan Giggs.

Salan er nú inn á borði hjá enska knattspyrnusambandinu sem þarf að samþykkja hana.

Félagið er staðsett í Manchester. Paul Scholes fæddist í Salford og Ryan Giggs býr þar í dag. Gary Neville fór fyrst í prufu hjá Man. Utd á æfingasvæði Salford.

"Salford City minnir á gömlu góðu árin þegar hungrið og metnaðurinn gekk fyrir öllu. Þar er réttur fótboltaandi," sagði Neville.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×