Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin og fleira úr enska á Vísi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Samuel Eto'o fagnaði marki á skemmtilegan hátt um helgina.
Samuel Eto'o fagnaði marki á skemmtilegan hátt um helgina. Vísir/Getty
Chelsea er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar en liðið gjörsigraði Tottenham, 4-0, í Lundúnaslag þar sem SamuelEto'o, Eden Hazard og Demba Ba (2) skoruðu mörkin.

Manchester United vann sannfærandi útisigur á West Bromwich Albion, 3-0, og kom fram hefndum fyrir tapið á Old Trafford fyrr á tímabilinu en þar voru Phil Jones, Wayne Rooney og DannyWelbeck á skotskónum.

Ole Gunnar Solskjær og félagar í Cardiff unnu gríðarlega mikilvægan heimasigur á Fulham, 3-1, og Felix Magath sagði sína menn eftir leik ekki vana fallbaráttu. Þeir þurfa heldur betur að fara venjast henni.

Hér að neðan má sjá mörkin og helstu atvikin úr leikjunum fimm sem fram fóru í ensku úrvalsdeildinni um helgina og annað skemmtilegt efni sem aðeins er hægt að sjá á Vísi eftir hverja helgi.

Leikirnir:

Chelsea - Tottenham 4-0

WBA - Man. Utd 0-3

Cardiff - Fulham 3-1

Crystal Palace - Southampton 0-1

Norwich - Stoke 1-1

Annað efni:

Tilþrif helgarinnar

Markvörslur helgarinnar

Lið helgarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×