Enski boltinn

Held að Bruce hafi fengið sér bjór strax eftir leik

Bruce og Keane er þeir voru báðir stjórar.
Bruce og Keane er þeir voru báðir stjórar.
Roy Keane var fljótur að þagga niður í fyrrum félaga sínum hjá Man. Utd, Steve Bruce, eftir að sá síðarnefndi vildi fá Curtis Davies í enska landsliðið.

Davies var ein af hetjum Hull um helgina er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

"Hann er búinn að vera frábær í allan vetur. Traustur varnarmaður sem skorar reglulega. Hann gæti verið í landsliðinu rétt eins og fleiri," sagði Bruce sem er stjóri Hull.

Keane fannst þessi ummæli Bruce fyndin.

"Allt tal um að velja eigi Davies í landsliðið er bilun. Ég held að Bruce hafi skellt í sig einum bjór strax eftir leik," sagði Keane léttur en hann starfar se sjónvarpsmaður hjá ITV.

"Hann er ekki í þeim gæðaflokki en góður leikmaður engu að síður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×