Enski boltinn

Verður arftaki Evra líka Frakki sem kemur frá Mónakó?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Layvin Kurzawa er mikið efni.
Layvin Kurzawa er mikið efni. Vísir/Getty
Manchester United leitar nú logandi ljósi að arftaka PatriceEvra í vinstri bakvarðarstöðu liðsins en Frakkinn er líklega á útleik hjá liðinu í sumar.

Leighton Baines er auðvitað líklegur en Englandsmeistararnir buðu Everton tólf milljónir punda í hann síðasta sumar. Þá hefur hinn ungi LukeShaw, leikmaður Southampton, verið orðaður við United að undanförnu.

Patrice Evra kom frá Mónakó í janúar 2006 og hefur gert vinstri bakvarðarstöðuna að sinni undanfarin átta ár og unnið fjölda titla með liðinu. Vilji Man. Utd reyna að endurskrifa þá sögu er það mögulega í boði.

Layvin Kurzawa, 21 árs gamall franskur unglingalandsliðsmaður sem hefur spilað vel með Mónakó í frönsku 1. deildinni í vetur, vill nefnilega meira en allt spila fyrir Manchester United.

„Manchester United er félagið sem mig dreymir um að spila fyrir. Völlurinn, liðið, það er markmið mitt að spila fyrir United einn daginn,“ sagði Kurzawa í viðtali við beIN Sports um helgina.

Kurzawa hefur heillað marga með frammistöðu sinni á tímabilinu, þá sérstaklega forráðamenn liðsins sem gerðu við hann nýjan samning fyrr í vetur. Hann er samningsbundinn Mónakó til ársins 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×