Innlent

Verkfall ekki útilokað hjá háskólakennurum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Háskólakennarar segja ekki útilokað að þeir muni boða til verkfalls í miðjum prófum.
Háskólakennarar segja ekki útilokað að þeir muni boða til verkfalls í miðjum prófum.
Kennarar við HÍ munu mögulega boða til verkfalls frá 25. apríl til 10. maí, eftir því hvort verkfallsboðun verður samþykkt í atkvæðagreiðslu. Atkvæði verða greidd í næstu viku.

Umrætt tímabil er það sama og háskólanemar ganga til prófa. Verkfallið kemur sérlega illa við Háskóla Íslands enda fær hann fjárveitingu í samræmi við staðnar einingar þeirra nemenda sem ljúka prófi.

Jörundur Guðmundsson formaður Félags háskólakennara segir háskólakennara ekki hafa fengið þá launaleiðréttingu sem þeim beriog að kjör þeirra hafi dregist aftan úr sambærilegum stéttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×