Enski boltinn

Arteta: Mikilvægt fyrir Arsenal að vinna bikarinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mikel Arteta.
Mikel Arteta. Vísir/Getty
Mikel Arteta , leikmaður Arsenal, segir að takist liðinu að vinna enska bikarinn gæti það snúið við gengi þess en Arsenal hefur ekki unnið bikar síðan 2005.

Síðasti titillinn sem Arsenal vann var einmitt enski bikarinn sem liðið hampaði eftir að leggja Manchester United að velli á Wembley í vítaspyrnukeppni.

Arsenal er ansi líklegt til árangurs í enska bikarnum að þessu sinni en liðið mætir B-deildarliði Wigan í undanúrslitum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Hull og Sheffield United.

„Ég held þetta gæti orðið það sem snýr gengi liðsins við. Við höfum ekki unnið bikar í svo langan tíma. Þetta myndi vera mikil lyftistöng og gefa öllum trú á að við getum farið að róa í rétta átt. Vonandi tekst okkur þetta,“ segir Arteta.

Arsenal er sjö stigum á eftir Chelsea en á leik til góða í baráttunni um enska meistaratitilinn en liðið er úr leik í Meistaradeildinni. Sigur í bikarnum er líklega raunhæfasta markmið Arsenal-manna.

„Við eigum gott tækifæri en það er enn mánuður í þetta og margir erfiðir leikir á dagskránni. Þess vegna er svo mikilvægt að komast á smá skrið til að fá trú í mannskapinn. Við erum í baráttunni um tvo titla, bæði í deild og bikar,“ segir Mikel Arteta.


Tengdar fréttir

Arsenal mætir City eða Wigan

Dregið hefur verið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og ljóst að Arsenal mætir sigurvegaranum í leik Manchester City og Wigan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×