Fótbolti

Klopp rekinn upp í stúku í áttunda sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/AP
Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, var rekinn upp í stúku um helgina fyrir hörð mótmæli við dómara leiksins undir lokin á 1-2 tapleik á móti Borussia Monchengladbach.

Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Klopp missir stjórn á skapi sínu en hann var þarna rekinn upp í stúku í áttunda sinn á ferlinum.

Aganefnd þýska knattspyrnusambandsins sektaði Klopp um tíu þúsund evrur eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna og einn úr nefndinni viðurkenndi að það fjöldi brottrekstranna sé farinn að kalla á harðari refsingar.

Viðkomandi dómari sagði ástæðuna fyrir brottrekstrinum hafa verið síendurtekin og óviðeigandi mótmæli.

Klopp hefur alls borgað 48 þúsund evrur í svona sektir en það gerir um 7,5 milljónir íslenskra króna.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Jürgen Klopp í hasarnum í enda leiksins en kappinn var þá orðinn afar pirraður.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/AP
Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×