Enski boltinn

Gerrard: Mætum ferskir í alla leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Vísir/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var kátur eftir 3-0 útisigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Gerrard skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu.

„Við mætum ferskir í alla leiki af því við erum ekki að spila neina Evrópuleiki," sagði Steven Gerrard við Sky Sports eftir leikinn en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð.

„Við sögðum það í byrjun tímabilsins að við vildum vera enn með í baráttunni um titilinn þegar tíu leikir voru eftir og við erum það. Nú er mikilvægt að halda ró sinni og taka bara einn leik í einu," sagði Gerrard.

Liverpool komst upp fyrir Arsenal á markatölu með þessum sigri og situr nú í öðru sæti deildarinnar. Liverpool er tveimur stigum á undan Manchester City sem á hinsvegar tvo leiki inni á öll þrjú liðin fyrir ofan sig. Chelsea er með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Pardew skallaði mótherja - myndband og myndir

Framkoma Alan Pardew, knattspyrnustjóra Newcastle, í dag setti skugga fyrir frábæran 4-1 sigur liðsins á Hull í ensku úrvalsdeildinni. Pardew fékk rautt spjald fyrir að skalla David Meyler, miðjumann Hull.

Mourinho: Ég sagði ekki eitt orð við þá í hálfleik

Lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Fulham í Craven Cottage í dag. Öll mörk Chelsea komu í seinni hálfleiknum.

Suarez skoraði eitt og lagði upp tvö - Liverpool í annað sætið

Liverpool vann sinn fjórða leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Luis Suarez og félagar sóttu þrjú stig til Southampton. Liverpool vann Southampton 3-0 og komst þar með upp fyrir Arsenal og Manchester City og alla leið upp í annað sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×