Enski boltinn

Wilshere frá í sex vikur eftir tæklingu Aggers

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wilshere liggur meiddur eftir á Wembley í gær.
Wilshere liggur meiddur eftir á Wembley í gær. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, verður frá í einn og hálfan mánuð vegna meiðsla sem hann hlaut í vináttulandsleik Englands og Danmerkur í gærkvöldi.

DanielAgger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins, tæklaði Wilshere í leiknum í gær með þeim afleiðingum að sprunga kom í fót Wilshere.

Arsenal tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að Wilshere getur ekki verið með liðinu næstu sex vikurnar sem er mikið áfall fyrir liðið.

Arsenal er eins og flestir vita í harðri toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Chelsea.




Tengdar fréttir

Sturridge tryggði Englandi sigur á Dönum - Frakkar unnu Hollendinga

Fjölmargir vináttulandsleikir fór fram víðsvegar um Evrópu í kvöld og voru flestar bestu knattspyrnuþjóðir heims á ferðinni. Frakkar sýndu styrk sinn með því að vinna 2-0 sigur á Hollendingum og Liverpool-maðurinn Daniel Sturridge tryggði Englandi 1-0 sigur á Dönum á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×