Fótbolti

Sturridge tryggði Englandi sigur á Dönum - Frakkar unnu Hollendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge í leiknum í kvöld.
Daniel Sturridge í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Fjölmargir vináttulandsleikir fór fram víðsvegar um Evrópu í kvöld og voru flestar bestu knattspyrnuþjóðir heims á ferðinni. Frakkar sýndu styrk sinn með því að vinna 2-0 sigur á Hollendingum og Liverpool-maðurinn Daniel Sturridge tryggði Englandi 1-0 sigur á Dönum á Wembley.

Daniel Sturridge skoraði eina mark leiksins á 82. mínútu með skalla á fjærstöng eftir undirbúning Southampton-leikmannsins Adam Lallana.  Danir voru ekki með sitt sterkasta lið en Kasper Schmeichel átti flottan leik í marki danska liðsins.

Karim Benzema og Blaise Matuidi skoruðu báðir í fyrri hálfleik þegar Frakkar unnu 2-0 sigur á Hollandi á Stade de France í París.

Mario Götze skoraði eina markið þegar Þjóðverjar unnu 1-0 sigur á Síle í Stuttgart. Markið kom strax á 16. mínútu leiksins og eftir stoðsendingu frá Mesut Özil.

Manchester United maðurinn Marouane Fellaini og Radja Nainggolan komu Belgum í 2-0 á móti Fílabeinsströndinni en mark Didier Drogba á 74. mínútu og mark Max-Alain Gradel í uppbótartíma tryggðu Fílabeinsstrandarmönnum 2-2 jafntefli.

Scott Brown tryggði Skotum 1-0 sigur á Pólverjum í Varsjá en markið kom þrettán mínútum fyrir leikslok

Ivica Olić jafnaði tvisvar fyrir Króata í 2-2 jafntefli á móti Sviss en hinn 21 árs gamli Josip Drmic hafði komið Svisslendingum tvisvar yfir í leiknum. Bæði liðin urðu á vegi Íslendinga í undankeppni HM og verða með í Brasilíu í sumar.



Úrslit úr vináttuleikjum kvöldsins:

Japan - Nýja-Sjáland 4-2

Íran-Gúenía 1-2

Rússland - Armenía 2-0

Búlgaría - Hvíta-Rússland 2-1

Suður-Afríka - Brasilía 0-5

Alsír - Slóvenía 2-0

Grikkland - Suður-Kórea 0-2

Ungverjaland - Finnland 1-2

Svartfjallaland - Gana 1-0

Tékkland - Noregur 2-2

Ísrael - Slóvakía 1-3

Bosnía - Egyptaland 0-2

Kýpur - Norður-Írland 0-0

Kólumbía - Túnis 1-1

Tyrkland - Svíþjóð 2-1

Rúmenía - Argentína 0-0

Úkraína - Bandaríkin 2-0

Austurríki - Úrúgvæ 1-1

Sviss - Króatía 2-2

Þýskaland - Síle 1-0

Írland - Serbía 1-2

Belgía - Fílabeinsströndin 2-2

Pólland - Skotland 0-1

Wales - Ísland 3-1

Frakkland - Holland 2-0

England - Danmörk 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×