Lífið

Walter Mitty verðlaunuð fyrir verstu vörumerkja-auglýsinguna

Kvikmyndin The Secret Life of Walter Mitty var verðlaunuð fyrir verstu vörumerkja-auglýsinguna árið 2013 af Brandchannel, sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sér um vörumarkaðssetningu, fyrir að hafa pizzustaðinn Papa John’s á Íslandi eins og sagt er í The Wire. Papa John’s staðurinn í myndinni er ekki til í raunveruleikanum en staðsetningin í myndinni er bakarí í Borgarnesi sem var umbreytt í Papa John’s í nokkra daga á meðan upptöku myndarinnar stóð. 

Starfsmaður Brandchannel, Abe Sauer, skrifar að The Secret Life of Walter Mitty hafi innihaldið einum of mikið af auglýsingum fyrir vörumerki á borð við Cinnabon og Life magazine og að myndin hafi toppað sjálfa sig með því að hafa Papa John’s pizzustaðinn staðsettan á „einhverju krummaskuði“ eins og hann segir.  Þá bendir Sauer á að karakterinn hans Ben Stiller hafi verið of gamall til þess að hafa unnið á Papa John’s sem táningur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×