Enski boltinn

Moyes neitar sögusögnum um óánægju leikmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Manchester United.
David Moyes, stjóri Manchester United. Vísir/Getty
David Moyes gefur lítið fyrir þann orðróm að leikmenn hans séu ekki að leggja sig alla fram í leikjum Manchester United.

United hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en liðið tapaði fyrir Olympiakos, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liðið hefur fengið rúma viku til að jafna sig á leiknum og mætir West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég veit ekki hvort það sé rétt að halda því fram að leikmennirnir séu ekki að spila fyrir mig,“ sagði Moyes þegar hann var spurður um þann orðróm að hann hafi „tapað klefanum“.

„Ég tel að þeir séu að leggja sig fram. En við þurfum að spila betur. Ég tel að leikurinn gegn Olympiakos hafi verið sá versti af okkar hálfu á tímabilinu. Við þurfum að bæta okkur og við verðum betri,“ sagði Moyes við enska fjölmiðla.

„Leikmennirnir eru meðvitaðir um það og við verðum að standa okkur betur á næstu mánuðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×