Enski boltinn

Arteta: Væri frábært að vinna bikarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikel Arteta fagnar marki sínu í dag.
Mikel Arteta fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Mikel Arteta var hæstánægður með 4-1 sigur Arsenal gegn hans gamla félagi í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.

„Við stjórnuðum leiknum og fengum betri færi,“ sagði Arteta eftir leikinn en Arsenal komst snemma yfir með marki Mesut Özil. Everton náði þó að jafna metin áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

„Everton sýndi hvað býr í liðinu með því að koma til baka en við erum fyrst og fremst ánægðir með að vera komnir í undanúrslitin á Wembley,“ bætti hann við en Arsenal gerði út um leikinn með þremur mörkum í síðari hálfleik.

Arsenal endurheimti forystuna með marki Arteta úr vítaspyrnu en hann þurfti reyndar að tvítaka spyrnuna. Hann skoraði í bæði skiptin.

„Ég þurfti bara að halda einbeitingunni. Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og ég er bara ánægður með að ég skoraði.“

„Það væri frábært að vinna bikarinn. Við erum nú í undanúrslitum og eigum góðan möguleika. Ég missti af úrslitaleiknum með Everton á sínum tíma vegna hnémeiðsla og því hlakka ég til að komast á Wembley nú.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×