Enski boltinn

Wenger: Allt annað að sjá Özil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Mesut Özil skoraði og spilaði vel í 4-1 sigri Arsenal á Everton í ensku bikarkeppninni í dag.

Özil hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu en hann svaraði því inn á vellinum í dag.

„Þetta var mikilvægt fyrir Özil í dag því maður vill að hann nýtir tækifæri sem þetta. Hann virtist endurnærður í dag,“ sagði Wenger.

„Hann sinnti skítavinnunni líka en liðið allt var gott frá fyrstu mínútu. Það var óheppilegt að staðan var 1-1 í hálfleik.“

Arsenal þarf nú að undirbúa sig fyrir síðari leikinn gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þeim fyrri lauk með 2-0 sigri Evrópumeistaranna.

„Við getum tekið heilmikið með okkur úr þessum leik og farið til Þýskalands með sama baráttuanda og við sýndum í dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×