Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 08:00 Kristín S. Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir MYND/AÐSEND Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Sjá meira
Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent