„Þetta er auðvitað meingallað kerfi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2014 15:00 Þorsteinn Eggertsson þarfa bara að láta endurnýja lyfseðilinn sinn, en það hefur tekið þrjá daga og enn bíður hann. „Þetta er auðvitað meingallað kerfi og þjónustan sem við skattgreiðendur borgum fyrir er ekki virk,“ segir Þorsteinn Eggertsson sem reynt hefur að ná í lækni til að endurnýja lyfseðil sinn í þrjá daga án árangurs. „Þetta hófst allt á mánudaginn, þá hafði ég samband við Heilsugæsluna Árbæ, sem er mín heilsugæslustöð. Ég ætlaði að nýta mér símatíma, því ég þurfti einfaldlega að fá lyfseðilinn minn endurnýjaðan,“ segir Þorsteinn. Enginn læknir gat sinnt honum en hann fékk samband við hjúkrunarfræðing. „Hún sagði mér að hún gæti ekki skrifað upp á lyf. Hún sagði mér að hafa samband daginn eftir og þá byðja um svokallaðan skynditíma, hún taldi mig eiga rétt á því – svo ég fengi nú lyfin mín,“ útskýrir Þorsteinn. Hann fór að ráðum hjúkrunarfræðingsins og hafði aftur samband í gær. „Þegar ég hringdi í gær var mér tjáð að enginn læknir væri á vakt. Þá var bara lok, lok og læs.“ Þorsteinn hafði því engan kost í stöðunni nema reyna aftur í morgun. „Þegar ég hafði samband í morgun fékk ég þau skilaboð að læknirinn sem væri á vakt væri uppbókaður. Ég tiltók þá að hjúkrunarfræðingurinn hafði bent mér á að biðja um skynditíma. Það dugði heldur ekki til, allir sem voru á undan mér í röðinni voru líka með skynditíma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn bíður því enn eftir lyfjunum sem hann þarf. „Mér var bent á læknavaktina sem ég get farið á eftir klukkan fimm á daginn. Þá þyrfti ég að borga þrjú þúsund fyrir það eitt að endurnýja lyfseðil – þjónustu sem ég á að geta fengið ókeypis á heilsugæslustöðinni minni.“ Hann er ósáttur með stöðu mála. „Þetta er auðvitað pínlegt. Ég er, eins og svo margir aðrir, ekki með neinn heilsugæslulækni – hann flutti til útlanda. Ég hef litla reynslu af þessu heilbrigðiskerfi, ég hef lítið þurft að nota það. En núna þegar ég þarf á því að halda virðist mér fyrirmunað að fá þjónustu,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
„Þetta er auðvitað meingallað kerfi og þjónustan sem við skattgreiðendur borgum fyrir er ekki virk,“ segir Þorsteinn Eggertsson sem reynt hefur að ná í lækni til að endurnýja lyfseðil sinn í þrjá daga án árangurs. „Þetta hófst allt á mánudaginn, þá hafði ég samband við Heilsugæsluna Árbæ, sem er mín heilsugæslustöð. Ég ætlaði að nýta mér símatíma, því ég þurfti einfaldlega að fá lyfseðilinn minn endurnýjaðan,“ segir Þorsteinn. Enginn læknir gat sinnt honum en hann fékk samband við hjúkrunarfræðing. „Hún sagði mér að hún gæti ekki skrifað upp á lyf. Hún sagði mér að hafa samband daginn eftir og þá byðja um svokallaðan skynditíma, hún taldi mig eiga rétt á því – svo ég fengi nú lyfin mín,“ útskýrir Þorsteinn. Hann fór að ráðum hjúkrunarfræðingsins og hafði aftur samband í gær. „Þegar ég hringdi í gær var mér tjáð að enginn læknir væri á vakt. Þá var bara lok, lok og læs.“ Þorsteinn hafði því engan kost í stöðunni nema reyna aftur í morgun. „Þegar ég hafði samband í morgun fékk ég þau skilaboð að læknirinn sem væri á vakt væri uppbókaður. Ég tiltók þá að hjúkrunarfræðingurinn hafði bent mér á að biðja um skynditíma. Það dugði heldur ekki til, allir sem voru á undan mér í röðinni voru líka með skynditíma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn bíður því enn eftir lyfjunum sem hann þarf. „Mér var bent á læknavaktina sem ég get farið á eftir klukkan fimm á daginn. Þá þyrfti ég að borga þrjú þúsund fyrir það eitt að endurnýja lyfseðil – þjónustu sem ég á að geta fengið ókeypis á heilsugæslustöðinni minni.“ Hann er ósáttur með stöðu mála. „Þetta er auðvitað pínlegt. Ég er, eins og svo margir aðrir, ekki með neinn heilsugæslulækni – hann flutti til útlanda. Ég hef litla reynslu af þessu heilbrigðiskerfi, ég hef lítið þurft að nota það. En núna þegar ég þarf á því að halda virðist mér fyrirmunað að fá þjónustu,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira