„Þetta er auðvitað meingallað kerfi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. febrúar 2014 15:00 Þorsteinn Eggertsson þarfa bara að láta endurnýja lyfseðilinn sinn, en það hefur tekið þrjá daga og enn bíður hann. „Þetta er auðvitað meingallað kerfi og þjónustan sem við skattgreiðendur borgum fyrir er ekki virk,“ segir Þorsteinn Eggertsson sem reynt hefur að ná í lækni til að endurnýja lyfseðil sinn í þrjá daga án árangurs. „Þetta hófst allt á mánudaginn, þá hafði ég samband við Heilsugæsluna Árbæ, sem er mín heilsugæslustöð. Ég ætlaði að nýta mér símatíma, því ég þurfti einfaldlega að fá lyfseðilinn minn endurnýjaðan,“ segir Þorsteinn. Enginn læknir gat sinnt honum en hann fékk samband við hjúkrunarfræðing. „Hún sagði mér að hún gæti ekki skrifað upp á lyf. Hún sagði mér að hafa samband daginn eftir og þá byðja um svokallaðan skynditíma, hún taldi mig eiga rétt á því – svo ég fengi nú lyfin mín,“ útskýrir Þorsteinn. Hann fór að ráðum hjúkrunarfræðingsins og hafði aftur samband í gær. „Þegar ég hringdi í gær var mér tjáð að enginn læknir væri á vakt. Þá var bara lok, lok og læs.“ Þorsteinn hafði því engan kost í stöðunni nema reyna aftur í morgun. „Þegar ég hafði samband í morgun fékk ég þau skilaboð að læknirinn sem væri á vakt væri uppbókaður. Ég tiltók þá að hjúkrunarfræðingurinn hafði bent mér á að biðja um skynditíma. Það dugði heldur ekki til, allir sem voru á undan mér í röðinni voru líka með skynditíma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn bíður því enn eftir lyfjunum sem hann þarf. „Mér var bent á læknavaktina sem ég get farið á eftir klukkan fimm á daginn. Þá þyrfti ég að borga þrjú þúsund fyrir það eitt að endurnýja lyfseðil – þjónustu sem ég á að geta fengið ókeypis á heilsugæslustöðinni minni.“ Hann er ósáttur með stöðu mála. „Þetta er auðvitað pínlegt. Ég er, eins og svo margir aðrir, ekki með neinn heilsugæslulækni – hann flutti til útlanda. Ég hef litla reynslu af þessu heilbrigðiskerfi, ég hef lítið þurft að nota það. En núna þegar ég þarf á því að halda virðist mér fyrirmunað að fá þjónustu,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Þetta er auðvitað meingallað kerfi og þjónustan sem við skattgreiðendur borgum fyrir er ekki virk,“ segir Þorsteinn Eggertsson sem reynt hefur að ná í lækni til að endurnýja lyfseðil sinn í þrjá daga án árangurs. „Þetta hófst allt á mánudaginn, þá hafði ég samband við Heilsugæsluna Árbæ, sem er mín heilsugæslustöð. Ég ætlaði að nýta mér símatíma, því ég þurfti einfaldlega að fá lyfseðilinn minn endurnýjaðan,“ segir Þorsteinn. Enginn læknir gat sinnt honum en hann fékk samband við hjúkrunarfræðing. „Hún sagði mér að hún gæti ekki skrifað upp á lyf. Hún sagði mér að hafa samband daginn eftir og þá byðja um svokallaðan skynditíma, hún taldi mig eiga rétt á því – svo ég fengi nú lyfin mín,“ útskýrir Þorsteinn. Hann fór að ráðum hjúkrunarfræðingsins og hafði aftur samband í gær. „Þegar ég hringdi í gær var mér tjáð að enginn læknir væri á vakt. Þá var bara lok, lok og læs.“ Þorsteinn hafði því engan kost í stöðunni nema reyna aftur í morgun. „Þegar ég hafði samband í morgun fékk ég þau skilaboð að læknirinn sem væri á vakt væri uppbókaður. Ég tiltók þá að hjúkrunarfræðingurinn hafði bent mér á að biðja um skynditíma. Það dugði heldur ekki til, allir sem voru á undan mér í röðinni voru líka með skynditíma,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn bíður því enn eftir lyfjunum sem hann þarf. „Mér var bent á læknavaktina sem ég get farið á eftir klukkan fimm á daginn. Þá þyrfti ég að borga þrjú þúsund fyrir það eitt að endurnýja lyfseðil – þjónustu sem ég á að geta fengið ókeypis á heilsugæslustöðinni minni.“ Hann er ósáttur með stöðu mála. „Þetta er auðvitað pínlegt. Ég er, eins og svo margir aðrir, ekki með neinn heilsugæslulækni – hann flutti til útlanda. Ég hef litla reynslu af þessu heilbrigðiskerfi, ég hef lítið þurft að nota það. En núna þegar ég þarf á því að halda virðist mér fyrirmunað að fá þjónustu,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent