Enski boltinn

Rodgers: Sterling besti kantmaður landsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, lofaði mjög Raheem Sterling sem skoraði tvö marka liðsins í 5-1 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sterling átti frábæran dag eins og svo margir í liði Liverpool sem var komið í 4-0 forystu eftir 20 mínútna leik. Sterling var svo valinn maður leiksins.

„Hann er bara nýorðinn nítján ára gamall og ég held að það sé ekki til betri kantmaður á Englandi í dag. Hann er ótrúlegur,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi eftir leikinn.

Rodgers sagðist ekki viss um að hans menn væru tilbúnir í að blanda sér í titilbaráttunna af fullri alvöru en sagði þó frammistöðuna í dag hafa verið stórbrotna.

„Það þarf bara að skoða leikmannahópinn okkar - eða bekkinn hjá Arsenal. En við vorum frábærir í dag,“ sagði Rodgers.

„Markmiðið hefur ávallt verið að ná eins góðum árnagri og mögulegt er. Við munum því bara gæta þess að vera áfram einbeittir.“


Tengdar fréttir

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Sturridge: Ætlum að halda rónni

Daniel Sturridge var hógvær í sjónvarpsviðtali eftir 5-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×