Enski boltinn

Wenger: Við vorum lélegir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wenger tekur í hönd Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, fyrir leikinn í dag.
Wenger tekur í hönd Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, fyrir leikinn í dag. Vísir/Getty
Arsene Wenger var stuttorður á blaðamannafundi eftir 5-1 tap Arsenal gegn Liverpool á Anfield í dag.

„Þetta var ekki nógu gott. Ég er sjálfur ekki undanskilinn í frammistöðu liðsins sem vekur spurningar um okkur. Nú skiptir máli hvernig við bregðumst við,“ sagði Wenger en liðið mætir Manchester United á miðvikudagskvöld.

„Við þurfum að greina hvað gerðist og af hverju. Við þurfum að svara fjölmörgum spurningum. Við vorum lélegir í dag og veikburða í vörninni. Ég óska Liverpool til hamingju.“


Tengdar fréttir

Liverpool fór illa með toppliðið

Liverpool gerði út af við Arsenal með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum í leik liðanna í dag en honum lauk með 5-1 sigri heimamanna á Anfield.

Sturridge: Ætlum að halda rónni

Daniel Sturridge var hógvær í sjónvarpsviðtali eftir 5-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×